Istanbúl og Egyptaland
4 daga sigling á Níl
Ferðatímabil: 12. – 27. mars 2026
Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.
Sjá fleiri meðmæli um þessa og aðrar ferðir á Trustpilot.
Egyptaland – Tyrkland
Fórum í ferð með via world til Egyptalands og Tyrklands, í stuttu máli þá stóðst ferðin allar okkar væntingar, skoðað allt það merkilegasta, meðal annars Píramídana, markaði, hof, dal konunganna, sigldum niður Nil, syntum í Nil og fl, fararstjórin var frábær, ekki síður innlendir leiðsögumenn, frábær hótel og fl.
Mæli eindregið með þessari ferðaskrifstofu og takk fyrir yndislega og fræðandi ferð, með góðu og skemmtilegu fólki.
Einar Þór Einarsson
September 5, 2025 Unprompted review
Þetta var toppferð
Þetta var toppferð. Stóðst allt sem um var talað skoðunarferðir, hótel og leiðsögumenn. Skilur eftir góðar minningar
September 5, 2025 Unprompted review
Istanbúl og Egyptaland í september. Var að koma úr stórkostlegu ferðalagi…
Var að koma úr stórkostlegu ferðalagi með góðum hópi á vegum Via World Travel til Istanbul og Egyptalands, þar sem fornir og ævafornir menningarheimar voru teknir beint í æð. Heimsókn í menningarminjarnar í Egyptalandi eru einstök upplifun og Istanbul er töfrandi borg. Allt utanumhald mjög skilvirkt og gott og öll leiðsögn um hin fornu mannvirki mjög vönduð og fræðandi. Öll ferðin var ævintýri líkast.
September 5, 2025 Unprompted review
Flug til Istanbúl
DAGUR 1
fim. 12. mars 2026
Beint flug frá Keflavíkurflugvelli til Istanbúl með Icelandair
Frjáls dagur - Gamla Istanbúl
DAGUR 2
fös. 13. mars. 2026
Okkur gefst kostur á að ganga um gamla borgarhluta Istanbúl og virða fyrir okkur Haga Sofia moskuna (Ægissif), Bláu moskuna, og Basilísku vatnsgeymslurnar frá dögum Rómverja. Þetta eru mikil menningarverðmæti sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Við tökum þátt í eftirfarandi skoðunarferð sem hefst kl. 13:30:
Istanbul: Blue Mosque, Hagia Sophia, & Basilica Cistern Tour | GetYourGuide
siglingu yfir Bosphorus sundið og njótum kvöldvarðar og skemmtiatriða.
Við bendum á að finna má mun fleiri hugmyndir af skoðunarferðum fyrir þá sem þess óska á www.gettheguide.com
Dagur í Istanbúl
- Kvöld í Kairó
DAGUR 3
lau. 14. mars. 2026
Flug med Egypt Airlines kl. 14:00 frá Istanbúl til Kaíró. Lending kl. 15:15
Pýramídarnir í Giza,
Sphinxinn og Egypska safnið (GEM)
DAGUR 4
Sun. 15. mars 2026
Flug til Lúxor
- Karnak og Lúxorhofin
DAGUR 5
mán. 16. mars 2026
Flug med Egypt Airlines Kaíró til Luxor kl. 07.00.
Við fljúgum til Lúxor að morgni og okkur verður fylgt á hótelið þar sem við náum að hvílast stuttlega fyrir atburði dagsins.
Við skoðum Karnak og Lúxor hofrústirnar sem eru frá tíma Egyptalands hins forna. Upphaf hofbygginga á þessum stað má rekja til valdatíma Senúsret 1. á tíma Miðríkisins (1971-1926 f.Kr.). Byggingu svæðisins lauk að mestu á tíma 18. konungsættarinnar, en yngstu byggingarnar eru frá 30. konungsættinni.
Konungadalurinn
og Dalur aðalsmanna
DAGUR 6
þri. 17. mars 2026
Valfrjáls upplifun í Lúxor
Við hefjum flug fyrir sólarupprás og fylgjumst með dögun yfir Þebönsku hæðunum og Níl.
Flugleiðin ræðst algjörlega af vindi, sem gerir hverja ferð einstaka. Ferðin tekur um 30–40 mínútur. Verð 130€.
Fyrsti áfangastaður dagsins er Konungadalurinn, þar sem við munum heimsækja nokkrar af konunglegum grafhýsum Egyptalands. Aðeins 10 til 12 grafhýsi eru opin í einu, þar sem þau eru skipt upp til varðveislu og endurbóta. Miði í Konungadalinn er innifalinn og veitir aðgang að þremur grafhýsum að eigin vali.
Við munum einnig skoða grafhýsi Tutankhamons.
Eftir heimsókn í Konungadalinn verður farið í minningarmusteri Hatshepsut drottningar í Deir el Bahari, eina musterið í Egyptalandi sem er byggt í stöllum. Musterið stendur í náttúrulegum hringleikahúsformuðum klettum og rís tignarlega upp úr eyðimerkursandinum. Þetta stórfenglega hof hefur mikilfenglegar stallaðar brekkur og rúmgóð garðhýsi. Hofin eru skreytt fallegum veggmyndum.
Við endum daginn í Dal aðalsmanna.
Við skoðum Memnon risastytturnar, og virðum fyrir okkur fornleifauppgröft við hof Amenhotep III.
Fyrsti dagur á Níl
- Hofið í Esna
DAGUR 7
mið. 18. mars 2026
Við ökum til Esna, um 50 km suður af Lúxor, þar sem við göngum um borð í Dahabiya-bát. Framundan er 4 daga sigling á Níl, frá Esna til Aswan.
Við heimsækjum hofið í Esna, þar sem við skoðum helgistaðinn og njótum stuttrar göngu um líflega markaði í bænum.
Við siglum til El Kab, (áður Nekheb), og skoðum leifar mustera og grafhýsi sem eru hoggin beint inn í klettana.
Eftir heimsóknina verður haldið áfram meðfram Níl þar til komið er að litilli eyju, þar sem báturinn leggst við akkeri yfir nóttina.
Kvöldverður verður borinn fram annaðhvort um borð í fjótabátnum eða á kyrrlátum bakka Nílar.
Ferð um Níl á Dahabiya-bát!
Hámark farþega er 15 manns + hópstjóri
Hvað er eiginlega Dahabiya-bátur?
Dahabiya-bátur er hefðbundinn, glæsilegur seglbátur sem var upphaflega notaður af egypsku yfirstéttinni á 19. öld til að ferðast upp og niður Níl. Nafnið „Dahabiya“ kemur úr arabísku orðinu „dahab“, sem þýðir „gull“ og vísar til þess lúxus sem bátarnir þóttu standa fyrir á sínum tíma.
Gullöld siglinga á Níl endurvakin
Dahabiya báturinn okkar er Miriam, öll hönnun er innblásin af gullöld ferðalaga á Níl. Nákvæm eftirmynd af 19. aldar Dahabiya. Hér er því bæði um að ræða lúxus- og menningarlega upplifun.
Þilfarið er yfirbyggt og innheldur rúmgóða setustofu og borðstofu. Antík-lampar og ljósakrónur lýsa upp þilfarið og stólar, sófar og legubekkir skapa afslappað andrúmsloft.
Við slökum á og njótum töfrandi útsýnis undir hvítum seglum bátsins.
Inni í skipinu er rúmgóð og björt setustofa. Setustofan skiptist í tvennt; önnur hliðin er útbúin þægilegum sófum og stólum, á meðan hin er með borðstofuborði og bókasafni sem inniheldur bækur um Egyptaland og Níl.
Miriam er fullloftkæld og hver káeta og svíta er með eigin loftkælingu og hitastillingum, þannig að þú getur lagað hitastigið að eigin óskum.
Af hverju er valið að sigla á Dahabiya bát í þessari ferð?
Að ferðast með Dahabiya-bát er bæði einstök og skemmtileg leið til að upplifa siglingu á Níl. Ferðin býður upp á blöndu af sögulegum sjarma og nútíma þægindum, langt frá ys og þys fjöldaferðamennsku. Þetta gerir alla upplifun dýpri, bæði í tengslum við menningu, landslag og sögu Egyptalands.
Youtube hreyfimyndirnar sýna upplifanir úr áþekkum ferðum.
Annar dagur á Níl
- Edfu og Wadi el Shat
DAGUR 8
fim. 19. mars 2026
Við siglum til Edfu og heimsækjum Hórusarhof, eitt best varðveitta musteri Egyptalands.
Eftir heimsóknina heldur ferðin áfram eftir Níl, með viðkomu í litlum þorpum og stöðum inni í eyðimörkinni. Hér er einstakt tækifæri á að skoða ósnortna nátturu og lifnaðarhætti í Egyptalandi.
Báturinn mun leggjast við akkeri við litla eyju fyrir nóttina. Kokkurinn okkar mun útbúa ekta egypskan kvöldverð, sem verður borinn fram á fallegum stað við bakka Nílar.
Önnur gistinóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste.
Þriðji dagur á Níl - Gebel el Silsila, Kom Ombo og Maniha
DAGUR 9
fös. 20. mars 2025
Siglt verður til Gebel el Silsila, þar sem við munum skoða fornar sandsteinsnámur og klettaskorin hof sem reist voru á tímum Horemhebs, Seti I, Ramses II og Merenptah.
Ferðin heldur áfram upp eftir Níl til tvíbura-hofsins í Kom Ombo, sem er tileinkað Haroeris og Sobek, krókódílaguðinum.
Við siglum til eyjarinnar Maniha, þar sem Dahabiya mun leggjast við akkeri yfir nóttina.
Kvöldverður verður borinn fram annaðhvort um borð í Dahabiya eða á friðsælum bakka Nílar.
Þriðja nóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste.
Fjórði dagur á Níl - Daraw,
Núbíska þorpið og Aswan
DAGUR 10
LAu. 21. mars 2026
Sigling til Daraw og El Koubania, Aswan.
Siglt verður til Daraw, þar við förum í gönguferð um þorpið. Við heimsækjum kameldýramarkaðinn og staðarmarkaðina í Daraw. Daraw var eitt sinn síðasta stopp á hinni frægu 40 daga eyðimerkurleið milli Súdan og Egyptalands.
Eftir heimsóknina heldur siglingin áfram til núbíska þorpsins El Koubania rétt við Aswan.
Fjórða nóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste.
Dagsferð til Abu Simbel
DAGUR 11
sun. 22. mars 2026
Við höldum í dagsferð til Abu Simbel. Hið heimsfræga hof Ramesses II og Nefertari drottningar liggur við Nasservatn, 280 km suður af Aswan. Fjórar risavaxnar styttur af Ramesses II prýða framhlið hofsins, sem er hans þekktasta og metnaðarfyllsta byggingarverk.
Ramesses II prýddi Egyptaland með minnismerkjum á löngu og glæsilegu valdatímabili sínu, sem stóð í sextíu og sjö ár. Stóra hof Ramesses II og minna hofið sem var helgað goðsagnakennda eiginkonu hans, Nefertari, eru vitnisburður um dýrð og mátt fornegypta. Árið 1968 voru bæði hofin tekin niður og flutt upp á hærri stað vegna hættu sem stafaði af hækkandi vatni við byggingu Stíflunnar miklu. Í dag eru þau undur bæði fornrar og nútímalegrar verkfræði.
Fimmta og síðasta nóttin um borð í Dahabiya – morgunverður og kvöldverður
Flug til Kaíró
- og áfram til Istanbúl
DAGUR 12
mán. 23. mars 2026
Flug tilbaka til Istanbúl
Flug frá Aswan – Kaíró med Egypt Air
Brottför kl. 06:00 – Lending kl. 07:20
Flug frá Kaíró – Istanbúl með Egypt Air
Síðasti dagur í Istanbúl
DAGUR 13
þri. 24. mars 2025
Það er margt að sjá í gamla borgarhlutanum. Við förum í skoðunarferð um Topkapi höllina og Haremið. Leiðsögnin hefst kl. 9:00.
Dagurinn er að öðru leyti frjáls. Við bendum á gönguferð um líflegustu götur borgarinnar, ferjusiglingu yfir Bosphorus-sundið og könnun á Asíuhluta Istanbúl.
Hápunktar: Topkapi hölliln, Haremið, Taksim-torg, Galata-turninn, ferja yfir Bosphorus, kryddmarkaður, Asíuhlutinn.
Heimferð
DAGUR 14
mið. 25. mars. 2025
Heimflug með Icelandair frá Istanbúl
Verð og greiðsluskilmálar
Allt sem þú þarft að vita um verð, innifalið og það sem þú getur valið að bæta við – skýrt og einfalt.
Verð og greiðsluskilmálar
Verð á mann er 847.700 kr., miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Einstaklingsherbergi er í boði gegn aukagjaldi að upphæð 288.700 kr.
Viltu auka lúxus? Það eru tvær svítur um í Dahabyia-bátnum. Aukagjald fyrir svítuna er 49.600 kr. Fyrstir koma, fyrstir fá!
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 169.570 kr. (20% af grunnverði). Skráningargjaldið skal greiðast innan þriggja vikna frá skráningu. Lokagreiðsla, að upphæð 678.160 kr., skal greiðast í síðasta lagi 15. febrúar 2026.
Lágmarksfjöldi: 14 manns.
Hámarksfjöldi: 16 manns.
Innifalið í verði
Einnig innifalið
Valfrjálsar upplifanir
Ekki innifalið
Máltíðir sem ekki eru taldar upp í innifalið
Drykkjarföng og persónuleg útgjöld
Þjórfé fyrir erlendan fararstjóra og rútubílstjóra
Farangursþjónusta á hótelum
Forfalla- og ferðatryggingar
via World ApS
📞 Hafðu samband
Sími: 830 0800
Tölvupóstur: team@viaiceland.com eða bjarni.meyer@viaworld.travel
Við veitum fúslega nánari upplýsingar um ferðatilhögun og aðra valkosti.
Fararstjóri
Staðarleiðsögumaður í Egyptalandi
Fararstjóri
Staðarleiðsögumaður í Egyptalandi
Óbindandi skráning – tryggðu þér sæti
Skráningin er fyrst bindandi eftir greiðslu staðfestingargjalds.
Óbindandi skráning
– tryggðu þér sæti
Til að fá gott yfirlit yfir hópinn og tryggja að allt verði skipulagt sem best, biðjum við ykkur um að fylla út meðfylgjandi skráningarform. Þetta hjálpar okkur að laga ferðina sem best að ykkar þörfum og óskum og skapa sem besta upplifun. Með skráningu tryggir þið ykkur einnig sæti í ferðinni. Þið fáið staðfestingu á skáningu með tölvupósti (athugið spam!).
Við bendum ykkur á að skoða þá valkosti sem í boði og merkja þar sem á við.
Skráningin er fyrst bindandi eftir greiðslu staðfestingargjalds.
Ferðaskilmálar
Ferðaskilmálar
1. Almennt
Þessir ferðaskilmálar gilda fyrir allar ferðir sem bókaðar eru í gegnum via World ApS / via Iceland ApS. Með því að skrá sig í ferð eða staðfesta bókun samþykkir þátttakandi þessa skilmála.
2. Bókun og greiðsluskilmálar
- Staðfestingargjald þarf að greiðast við bókun og er það almennt óendurgreiðanlegt, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
- Fullnaðargreiðsla vegna ferðar skal innt af hendi eigi síðar en 90 dögum fyrir brottför, nema annað sé tekið fram í samningi.
- Þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar, t.d. sérpöntun á bílaleigubíl, gistingu o.fl.
- Ef greiðsla berst ekki innan tilskilins tíma áskilur via World ApS sér rétt til að ógilda bókunina án endurgreiðslu.
3. Innifalið í verði
- Verð ferða er miðað við þær upplýsingar sem gilda á bókunardegi.
- Ef breytingar verða á gjaldmiðlum, sköttum, eldsneytisgjöldum eða öðrum kostnaðarliðum, áskilur via World ApS sér rétt til að breyta verði í samræmi við það.
- Innifalið í verði er einungis það sem sérstaklega er tekið fram í ferðalýsingu, t.d. flug, gisting, ferðir, aðgangseyrir og leiðsögn þar sem við á.
4. Afturköllun og endurgreiðslufyrirkomulag
Allar afbókanir þurfa að berast skriflega til via World ApS.
4.1 Staðfestingargjald
- Staðfestingargjald er 20% af heildarverði ferðar og er óafturkræft nema ferð sé felld niður af via World ApS.
4.2 Endurgreiðsla eftir því hvenær afbókun berst
- Meira en 90 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla að frádregnu staðfestingargjaldi.
- 60-89 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 50% af ferðaverði.
- 45-59 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 25% af ferðaverði.
- Minna en 45 dögum fyrir brottför – Engin endurgreiðsla.
- Ef ferðamaður mætir ekki til ferðar eða missir af flugi/ferð, er engin endurgreiðsla veitt.
Ef greitt hefur verið með kreditkorti fer endurgreiðslan inn á sama kort og notað var til greiðslu.
4.3 Aflýsing af hálfu via World ApS
via World getur hætt við ferð allt að 28 dögum fyrir brottför ef ekki næst lágmarksfjöldi þátttakenda, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Lágmarksfjöldi þátttakenda og tímasetning fyrir aflýsingu ferðar hafa verið tilgreind í bæði ferðalýsingu og staðfestingu ferðar.
b) Við staðfestingu ferðar skulu þessi ákvæði koma fram á skýran og læsilegan hátt.
Afturköllun verður að vera tilkynnt í síðasta lagi á þeim degi sem tilgreindur er í ferðalýsingu og við staðfestingu ferðar.
Ef ferð er aflýst af hálfu via World ApS / via Iceland ApS, er boðin full endurgreiðsla.
- via World ApS ber ekki ábyrgð á aukaútgjöldum sem kunna að hafa fallið til hjá viðskiptavini, svo sem vegna flugmiða eða annarra bókana sem ekki eru hluti af pakkaferðinni.
5. Breytingar á ferðum
- via World ApS áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ferða ef nauðsyn krefur, t.d. vegna veðurs, aðstæðna á áfangastað eða annarra ófyrirséðra aðstæðna.
- Ef breytingar eiga sér stað mun fyrirtækið leitast við að veita sambærilega þjónustu.
6. Ábyrgð ferðamannsins
- Ferðamaður ber ábyrgð á að hafa gild vegabréf og vegabréfsáritun, ef þörf krefur.
- Ferðamaður ber ábyrgð á að vera tryggður með ferðatryggingu og sjúkratryggingu.
- Ferðamaður ber ábyrgð á að fylgja settum reglum og leiðbeiningum fararstjóra eða samstarfsaðila via World ApS á hverjum áfangastað.
7. Ábyrgð via World ApS
- via World ApS tryggir að allar ferðir séu skipulagðar með faglegum hætti.
- Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á töfum, náttúruhamförum, veðri, verkföllum eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum sem það ræður ekki við.
- Ef bilun verður í þjónustu samstarfsaðila mun via World ApS leitast við að finna lausn, en ber ekki fjárhagslega ábyrgð á slíku.
8. Kvartanir og ágreiningur
- Ef ferðamaður hefur ábendingar eða kvartanir skulu þær berast strax á meðan ferð stendur svo hægt sé að leysa málið á staðnum.
- Ef ekki tekst að leysa úr kvörtun á staðnum má senda skriflega kvörtun innan 14 daga frá lokum ferðar.
- Ágreiningsmál sem ekki er hægt að leysa með samkomulagi verða leyst samkvæmt lögum.
9. Skylda til að veita aðstoð
via World er skuldbundið til að veita viðskiptavinum aðstoð ef neyðartilvik koma upp.
10. Kröfur og fyrningarfrestur
Kröfur vegna galla á ferð þjónustu fyrnast eftir tvö ár.
11. Vegabréfs- og vegabréfsáritunarkröfur
via World veitir viðskiptavinum upplýsingar um reglur varðandi vegabréf, vegabréfsáritanir og heilsufarskröfur. Viðskiptavinurinn ber hins vegar sjálfur ábyrgð á að uppfylla þessar kröfur.
12. Lögsaga og varnarþing
Lögsaga og varnarþing er í samræmi við lögsögu via World í Danmörku.
13. Persónuvernd
Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög og reglur.
14. Ferðaskipuleggjandi
via World Aps
Robert Jacobsens Vej 35, 5mf.
2300 Kaupmannahöfn
Danmörk
Símar: 830 0300 og +45 44 111 777
Netföng: team@viaiceland.com og bjarni.meyer@viaworld.travel
Vefsíða: www.viaiceland.com/viaworld
Framkvæmdastjóri: Bjarni Meyer Einarsson
Það er eindregið mælt með að ferðamenn kaupi ferðatryggingu sem nær yfir hugsanlega afbókun eða röskun á ferðalagi.
Vinsamlegast hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga.
Vegabréfsáritun
Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til að heimsækja Egyptaland. Áritunin er auðveld í framkvæmd og er afgreidd við komu á flugvellinum, þar sem við veitum aðstoð. Vegabréfsáritun er innifalin í verðinu.
Bólusetningar
Smitsjúkdómar eru mismunandi eftir löndum og heimsálfum. Bólusetningar fara eftir hvað þú ert að fara að gera og hvert þú ert að fara. Einnig eru smitsjúkdómar mismunandi eftir árum og tímabilum og í raun síbreytanlegir.
Hafðu í huga að fara í bólusetningar nokkrum vikum áður en ferðalagið hefst. Hafið samband við ferðavernd eða heilsugæslu með góðum fyrirvara, ekki seinna en 3 mánuðum fyrir brottför. Þar mun fagfólk aðstoða þig og veita þér ráðgjöf er varðar hvaða bólusetning mun henta þér hverju sinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sumar sprautur þarf að endurtaka. Hins vegar eru sumar sprautur sem endast í tugi ára.
Algengir sjúkdómar sem mælt er með að bólusetja sig fyrir eru til dæmis stífkrampi, heilahimnubólga og lifrarbólga A og B. Einnig er þekkt að taka malaríulyf á svæðum þar sem hún er virk.
Förum varlega í að gefa öðrum ferðalöngum ráð er varðar bólusetningar eða vörn gegn smitsjúkdómum (t.d malaríu). Ástæðan er sú að ekki gildir það sama um alla og þó þú hafir þurft eitthvað ákveðið gæti önnur manneskja þurft öðruvísi meðferð.
Læknir eða ferðavernd svara öllum spurningum varðandi bólusetningar og heilsuvernd.
Við leggjum í hann eftir
- 00daga
- 00klukkutíma
- 00mínútur
Istanbúl og Egyptaland - 14 dagar
Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.
Ferðatímabíl : 5. - 18. september 2025
Sakura 🌸 Seúl とJapan
Ferð frá Seúl til Tókýó þar sem við kynnumst borgum, bæjum og daglegu lífi í Suður-Kóreu og Japan. Við heimsækjum stórborgir og róleg svæði, sjáum Fuji-fjallið, göngum um garða og markaði og kynnum okkur japanska matargerð. Í Seúl skoðum við sögustaði og nútímaleg hverfi. Ferð sem sameinar borgarlíf, hefðir og nýjar upplifanir.
Ferðatímabíl : 17. mars - 2. apríl 2026
Kanada - 14 daga ferð
Ferðin hefst í Toronto með heimsókn að stórkostlegum Niagarafossum. Þaðan liggur leiðin til Jasper í Klettafjöllunum, þar sem þið njótið óviðjafnanlegrar náttúru. Ferðinni lýkur í gróðursælli strandborginni Vancouver, þar sem menning og afslöppun mætast við sjóinn.
Ferðatímabíl : 5. - 19. sept. 2026
Aserbaídsjan, Georgía og Armenía
Upplifðu ævintýri frá Istanbúl til Aserbaídsjan og áfram um Suður-Kákasussvæðið. Við byrjum með þriggja daga dvöl í heillandi Istanbúl – þar sem austrænir litir og saga mætast. Í Baku tökum við inn nútímalegan glæsileika og austurlenskan anda. Í Georgíu kynnumst við langri hefð í víngerð og menningu í fallegum landslagshlíðum. Í Armeníu bíða forn helgidómar, fjallasýn og djúp menningararfleifð.
Ferðatímabíl : 24. sept. - 8. okt. 2026
Korkoro ⛩️ Seúl とJapan
Ferð frá Seúl til Tókýó þar sem við kynnumst borgum, bæjum og daglegu lífi í Suður-Kóreu og Japan. Við heimsækjum stórborgir og róleg svæði, sjáum Fuji-fjallið, göngum um garða og markaði og kynnum okkur japanska matargerð. Í Seúl skoðum við sögustaði og nútímaleg hverfi. Ferð sem sameinar borgarlíf, hefðir og nýjar upplifanir.
Ferðatímabíl : 15. - 30. október 2026
Istanbúl og Egyptaland - 14 dagar
Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.
Ferðatímabíl : 5. - 18. nóvember 2026

via World Travel
4.412 Reviews
Add Your Review
Þetta var toppferð
Þetta var toppferð. Stóðst allt sem um var talað skoðunarferðir, hótel og leiðsögumenn. Skilur eftir góðar minningar

Travel to Island med via World
Recently I was 3,5 day in Island with via World travel agency joining a small group of 7 persons. Everything was so well organized by the owner Bjarni Meyer Einarsson. Thingvellir National Park with the first parliament dating back to the vikings Geysir, Gullfoss waterfall, lagoons, vulcano and earthquake impact, whale observing... the list is even longer! Combined with a profound knowledge of the nature as well as a lot of historical data I can highly recommend via World travel for a very proff organizing and spiced with the personal touch and involvement of the owner. The other members ...
See What Others Are Saying
Trustpilot is one of the world’s most trusted review platforms, helping customers make better decisions based on real feedback.
We’re proud to be reviewed by our customers — your opinion matters and helps us grow. Every review, good or bad, is a chance for us to learn, improve, and celebrate what we do best.
💬 Read what others say about us
✍️ Share your own experience on Trustpilot – we’d love to hear from you!
Your team @ via World Travel
Gisting á 5