
桜 Sakura - Seúl と Japan
Tvö lönd, ein ferð
Ferðatímabil: 17. mars - 2. apríl 2026
Ferð fyrir þá sem vilja kynnast menningu, náttúru og daglegu lífi í Seúl og Japan.
Fararstjóri: Pétur Eggerz leikari, leikstjóri og leiðsögumaður.
Seúl, Suður-Kóreu 한
Við hefjum ferðina í Seúl, Suður-Kóreu og dveljum þar í þrjár nætur.
Seúl er lífleg og nútímaleg stórborg. Við heimsækjum Gyeongbokgung höllina, göngum um Insadong listagötuna og förum í leiðangur að landamærum Norður-Kóreu.
Táknið ‚han‘ 한 er djúpt kóreskt hugtak sem táknar blöndu af söknuði, styrk og von.
Japan 桜
Við kynnum okkur menningu, náttúru og sögu Japans, þar sem árþúsundagamlar venjur lifa enn í fullkomnu jafnvægi við nútímann.
桜 Sakura vorferð:
Táknið „sakura“ 桜 stendur fyrir fegurð, vor og hverfulleika lífsins – táknrænt blóm sem hefur djúpa merkingu í japanskri menningu.
心 Kokoro haustferð:
Táknið ‚kokoro‘ 心 sameinar hugtök eins og hjarta, hugur og sál.
Fararstjóri
Pétur Eggerz verður fararstjóri í þessari ferð. Pétur er fæddur og uppalinn í Reykjavík, lengst af í Breiðholtinu. Eftir nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands nam hann leiklist í Lundúnum og útskrifaðist þaðan 1984. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og víðar. Honum hefur einnig brugðið reglulega fyrir í kvikmyndum og sjónvarpi. Þá vann hann um hríð við dagskrárgerð á Rás 1.
Pétur var einn stofnenda Möguleikhússins árið 1990 og starfaði þar í nær þrjá áratugi sem leikari, leikstjóri og höfundur. Meðal verka sem hann vann fyrir Möguleikhúsið má t.d. nefna Eldklerkinn, einleik sem fjallar um séra Jón Steingrímsson. Þá hefur hann einnig séð um heimsóknir íslensku jólasveinana í Þjóðminjasafnið allt frá árinu 1995.
Pétur er einnig menntaður leiðsögumaður og útskrifaðist sem slíkur frá Leiðsöguskóla Íslands 2006. Frá þeim tíma hefur hann þvælst vítt og breitt með ferðamenn um landið.
Á ferð okkar til Seúl í Suður-Kóreu og Japans mun Pétur halda utan um hópinn, samhæfa daglegt skipulag og styðja við þátttakendur af sinni röggsemi og nærgætni.
Staðarleiðsögumenn
Staðarleiðsögumenn

Brottför og ævintýrið hefst
DAGUR 1
Þri. 17. mars 2026
Brottför frá Keflavíkurflugvelli með Finnair.
Við fljúgum til Helsinki og þaðan áfram til Seúl með næturflugi. Framundan eru dagar fullir af ævintýrum og spennandi upplifunum.
Flug: Finnair AY992 og AY041
Brottför frá Keflavík: kl. 10:00
Millilending í Helsinki: kl. 15:30–17:35
Lending í Seúl: kl. 12:20 næsta dag
Tímamismunur: +9 klst. (Suður-Kórea er 9 klst. á undan Íslandi)


Brottför frá Keflavíkurflugvelli með Finnair.
Við fljúgum til Helsinki og þaðan áfram til Seúl með næturflugi. Framundan eru dagar fullir af ævintýrum og spennandi upplifunum.
Flug: Finnair AY992 og AY041
Brottför frá Keflavík: kl. 10:00
Millilending í Helsinki: kl. 15:30–17:35
Lending í Seúl: kl. 12:20 næsta dag
Tímamismunur: +9 klst. (Suður-Kórea er 9 klst. á undan Íslandi)
✔️ Engar máltíðir innfaldar fyrr en komið er til Seúl

DAGUR 2
Mið. 18. mars 2026
Komið til Seúl – fyrstu kynni af borginni
Lending í Seúl kl. 12:20. (Kl. 03:20 á ísl. tíma)
Staðarleiðsögumaður tekur á móti okkur á flugvellinum. Við höldum í átt til hótelsins sem er vel staðsett í miðborg Seúl. Þar gefst okkur tími til að slaka á eftir flugið og koma okkur fyrir á áður lengra verður haldið.
Boðið verður upp á stutta gönguferð í nágrenni hótelsins, þar sem við kynnum okkur borgarlífð og nærliggjandi svæði, t.d. Deoksugung höllina, Namadaemun markaðinn og Cheonggye Plaza.
Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í grennd við hótelið.



Máltíðir innifaldar
✔️ Kvöldverður
Gisting
Gisting (nótt 1 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
‚Standard Double‘ herbergi, 25 m².


Lending í Seúl kl. 12:20. (Kl. 03:20 á ísl. tíma)
Staðarleiðsögumaður tekur á móti okkur á flugvellinum. Við höldum í átt til hótelsins sem er vel staðsett í miðborg Seúl. Þar gefst okkur tími til að slaka á eftir flugið og koma okkur fyrir á áður lengra verður haldið.
Boðið er upp á stutta gönguferð í nágrenni hótelsins, þar sem við kynnum okkur umhverfið, líf borgarinnar og nærliggjandi svæði, t.d. Deoksugung höllina, Namadaemun markaðinn og Cheonggye Plaza.
Deoksugung höllin
Namdaemun markaðurinn
Cheonggye Plaza
Sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í grennd við hótelið.
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
Gisting (nótt 1 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
'Standard Double' herbergi, 25 m².
✔️ Sameiginlegur kvöldverður

Saga og menning Seúl
DAGUR 3
Fim. 19. mars 2026
Við byrjum daginn á heimsókn í hina glæsilegu Gyeongbokgung-höll. Höllin var endurreist árið 1395 og endurspeglar hefðir kóreskra hallabygginga sem gegndu lykilhlutverki í stjórnsýslu og hirðlífi.
Eftir það heimsækmum við þjóðminjasafn Kóreu, sem gefur dýrmæta innsýn í sögu og menningu þjóðarinnar.


Síðdegis göngum við um Bukchon Hanok Village, þar sem vel varðveitt hefðbundin kóresk hús (hanok) standa í andstæðu við nútímalega borgina.
Við heimsækjum síðan hefðbundið tehús, þar sem við fáum að kynnast kóreskum tehefðum.
Frjálst kvöld.


Morgunverður á hótelinu
Við byrjum daginn á heimsókn í hina glæsilegu Gyeongbokgung-höll. Höllin var endurreist árið 1395 og endurspeglar hefðir kóreskra hallabygginga sem gegndu lykilhlutverki í stjórnsýslu og hirðlífi.
Eftir það heimsækmum við þjóðminjasafn Kóreu, sem gefur dýrmæta innsýn í sögu og menningu þjóðarinnar.
Gyeongbokgung-höllin
Jogyesa búddamusterið
Morgunverður á hótelinu
Síðdegis göngum við um Bukchon Hanok Village, þar sem vel varðveitt hefðbundin kóresk hús (hanok) standa í andstæðu við nútímalega borgina.
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
Gisting (nótt 2 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
'Standard Double' herbergi, 25 m².
✔️ Morgunverður
Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Kvöldverður
Gisting
Gisting (nótt 2 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
‚Standard Double‘ herbergi, 25 m².


DMZ – áhrifamikil ferð að landamærum N-Kóreu
DAGUR 4
FöS. 20. mars 2026
Við förum í skemmtilega dagsferð til landamæra Suður- og Norður-Kóreu. DMZ-svæðið (Demilitarized Zone), hefur löngum táknað átök og spennu – en í dag býður það upp á einstaka innsýn í sögu og stöðu mála á Kóreuskaganum.
Við skoðum meðal annars Panmunjom, þar sem leiðtogar beggja ríkja hafa hist í friðarviðræðum, og fáum tækifæri til að staldra við og íhuga þann veruleika sem fólkið á þessu svæði býr við. Á meðal annarra áhugaverðra staða eru Þriðju innrásargöngin – neðanjarðargöng sem grafin voru frá Norður-Kóreu – og Dora-útsýnisstöðin, þar sem mögulegt er að skyggnast yfir til norðurs.
Sameiginlegur hádegisverður.
Við förum einnig í Imjingak, stað helgaðan friði og minningu, og heimsækjum Dorasan-lestarstöðina – tákn um von um framtíðar tengingu ríkjanna.
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar og dans- og tónlistarsýningar.



Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Sameiginlegur kvöldverður ásamt dans- og tónlistarsýningu.
Gisting
Gisting (nótt 3 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
‚Standard Double‘ herbergi, 25 m².

Morgunverður á hótelinu
Við förum í skemmtilega dagsferð til landamæra Suður- og Norður-Kóreu. DMZ-svæðið (Demilitarized Zone), hefur löngum táknað átök og spennu – en í dag býður það upp á einstaka innsýn í sögu og stöðu mála á Kóreuskaganum.
Landamæraverðir að störfum
Við skoðum meðal annars Panmunjom, þar sem leiðtogar beggja ríkja hafa hist í friðarviðræðum, og fáum tækifæri til að staldra við og íhuga þann veruleika sem fólkið á þessu svæði býr við. Á meðal annarra áhugaverðra staða eru Þriðju innrásargöngin – neðanjarðargöng sem grafin voru frá Norður-Kóreu – og Dora-útsýnisstöðin, þar sem mögulegt er að skyggnast yfir til norðurs.
Dora-útsýnisstöðin
Sameiginlegur hádegisverður.
Við förum einnig í Imjingak, stað helgaðan friði og minningu, virðum fyrir okkur rauðu hengibrúnna og heimsækjum Dorasan-lestarstöðina – tákn um von um framtíðar tengingu ríkjanna.
Rauða hengibrúin
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar og dans- og tónlistarsýningar i höfuðborginni, Seúl.
L7 Myeongdong by Lotte eða sambærilegt
Gisting (nótt 3 af 3)
L7 Myeongdong by Lotte er nútímalegt hótel staðsett í hjarta Myeongdong, einu vinsælasta verslunahverfi í Seúl. Hótelið er í aðeins nokkurra mínútna göngufæri frá Myeongdong lestarstöðinni og býður upp á góða tegningu við helstu kennileiti borgarinnar, þar á meðal Namdaemun-markaðinn og N Seoul Tower.
'Standard Double' herbergi, 25 m².
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður og danssýning

Fyrsti dagur í Japan - Hiroshima
DAGUR 5
Lau. 21. mars 2026
Við yfirgefum Suður-Kóreu að morgni dags og höldum áleiðis til Japans.
Flug: Korean Air KE787
Brottför frá Seúl kl. 08:00
Lending í Fukuoka kl. 9:20 tæplega einum og hálfum tíma síðar.
Við komuna til Japans tekur enskumælandi staðarleiðsögumaður á móti okkur. Við höldum áfram ferð okkar með háhraðalest til Hiroshima.
Við förum í skoðunarferð um Hiroshima, borg sem markaði tímamót í heimsögunni með kjarnorkusprengjunni árið 1945, en saga borgarinnar nær aftur til 13. aldar. Í dag er borgin tákn um frið og endurreisn.
Við heimsækjum sögufræga staði eins og Friðargarðinn og Friðarsafnið, þar sem við fáum dýpri innsýn í atburðina sem breyttu heimsmyndinni fyrir rúmum 80 árum.
Við gögnum um Shukkei-en garðinn, þriggja alda gamlan samúræjagarð sem státar af miðlægum tjörnum, fallegum brúarmannvirkjum og friðsælu landslagi. Góð afslöppun frá ys og þys borgarinnar.



Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu
Gisting
Gisting (nótt 1 af 2)
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura eða sambærilegt
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura er nútímalegt hótel staðsett í Hatsukaichi, Hiroshima, nálægt Miyajima-eyju og fræga Itsukushima-hofinu.
Superior Twin Room, Non Smoking, Sea View (Separated Bath and Toilet)

Morgunverður á hótelinu
Við yfirgefum Suður-Kóreu að morgni dags og höldum áleiðis til Japans.
Flug: Korean Air KE787
Brottför frá Seúl kl. 08:00
Lending í Fukuoka kl. 9:20 tæplega einum og hálfum tíma síðar.
Við komuna til Japans tekur enskumælandi staðarleiðsögumaður á móti okkur.

Við förum með háhraðalest til Hiroshima. Ferðin tekur um það bil 1 klukkustund.
Sameiginlegur hádegisverður.

Við förum í skoðunarferð um Hiroshima, borg sem markaði tímamót í heimsögunni með kjarnorkusprengjunni árið 1945, en saga borgarinnar nær aftur til 13. aldar. Í dag er borgin tákn um frið og endurreisn.

Við heimsækjum sögufræga staði eins og Friðargarðinn og Friðarsafnið, þar sem við fáum dýpri innsýn í atburðina sem breyttu heimsmyndinni fyrir rúmum 80 árum. Samhliða þessu sjáum við hvernig lífið hefur snúið aftur í nútímalegri og líflegri borg.

Við gögnum um Shukkei-en garðinn, þriggja alda gamlan samúræjagarð sem státar af miðlægum tjörnum, fallegum brúarmannvirkjum og friðsælu landslagi. Góð afslöppun frá ys og þys borgarinnar.
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar á hótelinu.
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura eða sambærilegt
Gisting (nótt 1 af 2)
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura er nútímalegt hótel staðsett í Hatsukaichi, Hiroshima, nálægt Miyajima-eyju og fræga Itsukushima-hofinu.
Superior Twin Room, Non Smoking, Sea View (Separated Bath and Toilet)
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður

Miyajima – helgur staður og náttúra
DAGUR 6
Sun. 22. mars 2026

Dagurinn hefst með ferjuferð yfir til hinnar helgu Miyajima-eyju, sem er talin ein af þremur fegurstu náttúruperlum Japans. Við komu blasir við okkur eitt af þekktustu kennileitum landsins – hið fljótandi torii-hlið sem stendur úti í sjó og markar innganginn að Itsukushima-hofinu. Þetta rauða hlið virðist svífa á yfirborði vatnsins við flóð og skapar ógleymanlegt sjónarspil.
Við göngum um eyjuna og skoðum Itsukushima-hofið, sem stendur á súlum í sjónum og er tileinkað gyðju hafsins. Umhverfið er kyrrlátt og andrúmsloftið fullt af helgri ró, þar sem náttúran og trúarleg menning renna saman í fullkomnu jafnvægi.
Við skoðum m.a. fimmhæða timburstrýtu (padgoda) og göngum að Daisho-hofinu.
Eftir hádegi gefst kostur á að ganga upp fallega skógi vaxna stíga, eða taka kláf upp á Misen-fjall, hæsta tind eyjunnar. Á leiðinni opnast stórbrotin útsýni yfir Seto-innhafið og nærliggjandi eyjar.




Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting (nótt 2 af 2)
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura eða sambærilegt
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura er nútímalegt hótel staðsett í Hatsukaichi, Hiroshima, nálægt Miyajima-eyju og fræga Itsukushima-hofinu.
Superior Twin Room, Non Smoking, Sea View (Separated Bath and Toilet)

Morgunverður á hótelinu

Dagurinn hefst með ferjuferð yfir til hinnar helgu Miyajima-eyju, sem er talin ein af þremur fegurstu náttúruperlum Japans. Við komu blasir við okkur eitt af þekktustu kennileitum landsins – hið fljótandi torii-hlið sem stendur úti í sjó og markar innganginn að Itsukushima-hofinu. Þetta rauða hlið virðist svífa á yfirborði vatnsins við flóð og skapar ógleymanlegt sjónarspil.

Við göngum um eyjuna og skoðum Itsukushima-hofið, sem stendur á súlum í sjónum og er tileinkað gyðju hafsins. Umhverfið er kyrrlátt og andrúmsloftið fullt af helgri ró, þar sem náttúran og trúarleg menning renna saman í fullkomnu jafnvægi.
Við skoðum m.a. fimmhæða timburstrýtu (padgoda) og göngum að Daisho-hofinu. Fjölmargar styttur varða leiðina að hofinu, skemmtileg gönguleið.
Frjáls tími eyjunni.
Eftir hádegi gefst kostur á að ganga upp fallega skógi vaxna stíga, eða taka kláf upp á Misen-fjall, hæsta tind eyjunnar. Á leiðinni opnast stórbrotin útsýni yfir Seto-innhafið og nærliggjandi eyjar.
Útsýni frá Misen-fjalli
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar á eyjunni

Dagurinn hefst með ferjuferð yfir til hinnar helgu Miyajima-eyju, sem er talin ein af þremur fegurstu náttúruperlum Japans. Við komu blasir við okkur eitt af þekktustu kennileitum landsins – hið fljótandi torii-hlið sem stendur úti í sjó og markar innganginn að Itsukushima-hofinu. Þetta rauða hlið virðist svífa á yfirborði vatnsins við flóð og skapar ógleymanlegt sjónarspil.
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura eða sambærilegt
Gisting (nótt 2 af 2)
Grandvrio Hotel Miyajima Wakura er nútímalegt hótel staðsett í Hatsukaichi, Hiroshima, nálægt Miyajima-eyju og fræga Itsukushima-hofinu.
Superior Twin Room, Non Smoking, Sea View (Separated Bath and Toilet)
✔️ Morgunverður
Kirsuberjatré
– fegurð, hefð og árstíðabreytingar 🌸
Kirsuberjatré, eða sakura, eru eitt mest áberandi tákn Japans og tengjast sterkum tilfinningum um fegurð, endurnýjun og vor. Blómin springa út í stuttan tíma á hverju ári – yfirleitt aðeins í einar til tvær vikur. Blómatíminn er tákn um nýtt upphaf.
Að horfa á blómstrandi kirsuberjablómatré er rótgróin menningarhefð. Hefðin kallast hanami, sem þýðir einfaldlega „að horfa á blómin“. Hún á rætur að rekja til hirðlífs á Heian-tímabilinu (794–1185), þegar aðalsfólk safnaðist saman undir trjánum og orti ljóð.
Blómatíminn hefst snemma á Kyushu í suðri og færist norður eftir landinu. Fjölmiðlar fylgjast grannt með og birta daglega „sakura-spá“, og margir ferðast vítt og breitt til að upplifa blómin á besta tíma.
Kirsuberjatréin eru þannig ekki aðeins falleg – þau tengja saman náttúru, menningu og tímaskyn Japana á einstakan og skemmtilegan hátt.


Með háhraðalest til Kyoto
DAGUR 7
Mán. 23. mars 2026
Við yfirgefum Hiroshima að morgni dags og höldum áfram með háhraðalest til Okayama. Ferðin tekur um það bil 1,5 klukkustund.
Athugið: Ferðatöskurnar verða sendar áfram til næsta gististaðar, svo við berum aðeins með okkur handfarangur.
Aðallestarstöðin í Okayama er miðsvæðis og auðvelt að komast þaðan til helstu staða í borginni. Við byrjum á því að heimsækja tvö af helstu kennileitum borgarinnar:
Við skoðum einn af þremur þekktustu görðum Japans, Korakuen garðinn.
Við virðum fyrir okkur Okayama-kastala, sem er svipmikill svartur kastali . Hægt er að skoða sýningar um sögu svæðisins og láta mynda sig í kimono fyrir þau sem þess óska.



Við höldum þessu næst áfram með háhraðalest til Kyoto þar sem við gistum næstu fjórar nætur.
Kyoto, önnur höfuðborg Japans, upplifði blómatíma listar og menningar fram á 12. öld og er gjarnan kölluð vagga japanskrar menningar. Þó borgin hafi orðið fyrir áföllum í stríðum, slapp hún sem með kraftaverki við eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni og varðveitir þannig dýrmætan menningararf.
Eftir komuna til Kyoto höldum við áfram með háhraðalestinni til Kyoto og förum beint í Gion-hverfið, hið forna samúræa- og geisha-hverfi. og virðum það fyrir okkur.
Við njótum sameignilegs kvöldverðar í góðum félagsskap.

Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður i Gion hverfinu
Gisting
Gisting (nótt 1 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett skammt frá JR Kyoto lestarstöðinni. Hótelið opnaði í maí 2019.
Standard Double Room

Í dag verða ferðatöskurnar verða sendar áfram til næsta gististaðar! Við berum þvi aðeins með okkur léttan handfarangur í dagsferðinni.
Morgunverður á hótelinu
Við yfirgefum Hiroshima að morgni dags og höldum áfram með háhraðalest til Okayama. Ferðin tekur um það bil 1,5 klukkustund.
Ath. einungis léttur handfarangur um borð!

Við ökum um borgina og virðum fyrir okkur það sem fyrir augu ber.

Aðallestarstöðin í Okayama er miðsvæðis og auðvelt að komast þaðan til helstu staða í borginni. Við byrjum á því að heimsækja tvö af helstu kennileitum borgarinnar:
Við skoðum einn af þremur þekktustu görðum Japans, Korakuen garðinn.
Sameiginlegur hádegisverður.

Við virðum fyrir okkur Okayama-kastala, sem er svipmikill svartur kastali . Hægt er að skoða sýningar um sögu svæðisins og láta mynda sig í kimono fyrir þau sem þess óska.
Við höldum þessu næst áfram til Kyoto þar sem við gistum næstu fjórar nætur.

Kyoto, önnur höfuðborg Japans, upplifði blómatíma listar og menningar fram á 12. öld og er gjarnan kölluð vagga japanskrar menningar. Þó borgin hafi orðið fyrir áföllum í stríðum, slapp hún sem með kraftaverki við eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni og varðveitir þannig dýrmætan menningararf.
Eftir komuna til Kyoto förum við í gönguferð um Gion-hverfið þar sem geishur búa enn og hefðir lifa. Kvöldið er frjálst til göngu eða menningarupplifana.

Eftir komuna til Kyoto höldum við áfram með háhraðalestinni til Kyoto og förum beint í Gion-hverfið, hið forna samúræa- og geisha-hverfi. og virðum það fyrir okkur.
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar í góðum félagsskap.
Richmond Hotel Premium Kyoto eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett skammt frá JR Kyoto lestarstöðinni. Hótelið opnaði í maí 2019.
Standard Double Room
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður

Hof og helgidómar Kyoto
DAGUR 8
Þri. 24. mars 2026
Að morgni dags heimsækjum við Sanjusangendo-hofið, þar sem má finna ótrúlegt safn af 1.001 gylltum Kannon-styttum í mannsstærð – allar frá 12. og 13. öld. Stytturnar eru mikið sjónarspil sem vekja djúpa lotningu og aðdáun.
Þessu næst höldum við til Higashi Honganji, glæsilegs búddistahofs sem er meðal helstu andlegra miðstöðva Kyoto. Hofið sem er eitt stærsta timburhús heims er á heimsminjaskrá UNESCO.
Eftir hádegishlé heimsækjum við Fushimi Inari Taisha, shinto-hofið sem er helgað refaguðinum Inari, verndara hrísgrjónaræktar og kaupmanna.
Þúsundir appelsínugulra torii-hliða mynda langan og krókóttan göngustíg sem liðast upp fjallið – draumur ljósmyndara og skemmtileg ferðaupplifun. Gönguleiðin er aðgengileg í styttri útgáfu fyrir þás sem vilja fara rólega yfir.
Að loknu hádegishléi förum við vestur yfir Kyoto til Arashiyama, þar sem við skoðum Tenryū-ji, Zen-búddistahof sem var stofnað á 14. öld og er skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er fallegur einnig garður með vatni og útsýni til fjalla.




Við eigum þess kost að ganga stutta leið um Arashiyama bambusskóginn, þar sem háttvaxnir stilkar allt að 20 metrar á hæð hreyfast mjúklega í vindi og mynda einstakt ljós- og hljóðumhverfi. Sameiginlegur kvöldverður í Kyoto

Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Sameiginlegur kvöldverður
Gisting
Gisting (nótt 2 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekima eða sambærilegt

Morgunverður á hótelinu

Við leggjum af stað að morgni dags frá Hiroshima með Shinkansen háhraðalestinni til Okayama. Ferðin tekur um það bil 1,5 klukkustund.
Ath. einungis léttur handfarangur um borð!

Aðallestarstöðin í Okayama er miðsvæðis og auðvelt að komast þaðan til helstu staða í borginni. Við byrjum á því að heimsækja tvö af helstu kennileitum borgarinnar:
Við skoðum einn af þremur þekktustu görðum Japans, Korakuen garðinn.
Sameiginlegur hádegisverður.

Við virðum fyrir okkur Okayama-kastala, sem er svipmikill svartur kastali . Hægt er að skoða sýningar um sögu svæðisins og láta mynda sig í kimono fyrir þau sem þess óska.
Við höldum þessu næst áfram til Kyoto þar sem við gistum næstu fjórar nætur.

Kyoto, önnur höfuðborg Japans, upplifði blómatíma listar og menningar fram á 12. öld og er gjarnan kölluð vagga japanskrar menningar. Þó borgin hafi orðið fyrir áföllum í stríðum, slapp hún sem með kraftaverki við eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni og varðveitir þannig dýrmætan menningararf.
Eftir komuna til Kyoto förum við í gönguferð um Gion-hverfið þar sem geishur búa enn og hefðir lifa. Kvöldið er frjálst til göngu eða menningarupplifana.

Eftir komuna til Kyoto förum við í gönguferð um Gion-hverfið þar sem geishur búa enn og hefðir lifa.
Í lok dags njótum við sameiginlegs kvöldverðar
Richmond Hotel Premium Kyoto eða sambærilegt
Gisting (nótt 1 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett skammt frá JR Kyoto lestarstöðinni. Hótelið opnaði í maí 2019.
Standard Double Room
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður

Frjáls dagur í Kyoto, ýmsir valkostir
DAGUR 9
miÐ. 25. mars 2026
Dagurinn er án formlegrar dagskrár – þú getur notið þess að slaka á eða tekið þátt í skipulögðum viðburðum. Hér eru nokkrar tillögur:
Zen hugleiðsla og garðheimsókn: Lærðu um Zen hugleiðslu og heimsæktu japanska garða. GetYourGuide
Matreiðslunámskeið: Taktu þátt í japönsku matreiðslunámskeiði og lærðu að búa til hefðbundna rétti. GetYourGuide
Einnig er hægt að fara í styttri dagsferðir, til dæmis til Nara, Uji eða Osaka.
Eins og sjá má býður Kyoto upp á fjölbreyttar upplifanir sem vert er að kanna nánar.
via World Travel mun bæði aðstoða við og skipuleggja valfrjálsra viðburði / dagsferðir sé þess óskað.
Meiri upplýsingar síðar.


Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting (nótt 3 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekima eða sambærilegt


Gull, kastalar og teathöfn
DAGUR 10
FIM. 26. mars 2026
Dagurinn hefst með heimsókn í Kinkaku-ji, oft kallað Gyllta hofið, sem er eitt þekktasta kennileiti Kyoto. Hofið var upphaflega reist sem dvalarstaður fyrir samúræjahöfðingja á 14. öld en var síðar gert að zen-búddistahofi. Það er klætt blaðagulli og speglast í lítilli tjörn með garði sem endurspeglar japanska hönnunarhefð.
Eftir heimsókn í Gullna hofið er ekið að Kiyomizu-dera, búddistahofi frá 8. öld sem stendur á háum viðarsúlum með útsýni yfir borgina. Þar er hægt að ganga inn í hofið og njóta útsýnisins frá pallinum, sem er einn frægasti útsýnispallur Kyoto.
Að heimsókn lokinni er gengið um Higashiyama-hverfið, þar sem finna má gömul verslunarhús, smáverslanir með minjagripi, te-hús og lítil veitingahús. Hér gefst tími til hádegisverðar og frjálsrar skoðunar.
Eftir hádegisverð skoðum við miðborg Kyoto.
Vi göngum um Nishiki-markaðinn, sem hefur verið starfandi í yfir 400 ár og býður fjölbreytt úrval japanskra matvæla, hráefna og sérvöru.
Síðdegis er boðið upp á japanska teathöfn. Þar lærum við um hefðina á bak við teathafnir og fáum að smakka matcha-te í rólegu umhverfi.
Kvöldið er frjálst.





Morgunverður á hótelinu

Við hefjum daginn á heimsókn í Kiyomizu-hofið, sem stendur hátt yfir borginni með víðáttumiklu útsýni. Hofið er frá 8. öld og þekkt fyrir að vera byggt án nagla.

Því næst heimsækjum við Nijo-kastalann, fyrrum bústað shógúna. Við fáum skemmtilega innsýn í líf valdahafa Edo-tímabilsins.
Sameiginlegur hádegisverður.

Eftir hádegi förum við að gullna hofinu, Kinkaku-ji, sem er eitt þekktasta kennileiti Japans. Hofið er þakið gullblöðum og stendur við tjörn í fallegum garði.

Síðdegis er boðið upp á japanska teathöfn. Þar lærum við um hefðina á bak við teathafnir og fáum að smakka matcha-te í rólegu umhverfi.
Kvöldverður á eigin vegum.
Richmond Hotel Premium Kyoto eða sambærilegt
Gisting (nótt 2 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett skammt frá JR Kyoto lestarstöðinni. Hótelið opnaði í maí 2019.
Standard Double Room
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting (nótt 4 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekima eða sambærilegt

Val um Roykan gistingu (takmarkað framboð)
Val um gistingu Roykan
Val um að gista á Ryokan þessa nótt.
Það eru tveir gistimöguleikar í boði:
- Traditional room (Japanese-style, 6 tatami mats)
- Enginn viðbótarkostnaður
eða
- Superior room
- Viðbótarverð fyrir tveggja manna herb. er 49.000 kr.
Ferðir til og frá Ryokan eru á eigin vegum.
Takmarkað framboð. „Fyrstur kemur, fyrstur fær.“


Morgunverður á hótelinu
Dagurinn er án formlegrar dagskrár – þú getur notið þess að slaka á eða tekið þátt í skipulögðum viðburðum. Hér eru nokkrar tillögur:
Arashiyama bambusskógurinn

Gönguferð um Arashiyama bambusskóginn: Upplifðu kyrrðina í hinum fræga Arashiyama bambusskógi.
Zen hugleiðsla og garðheimsókn

Matreiðslunámskeið

Dagsferðir
Einnig er hægt að fara í styttri dagsferðir, til dæmis til Nara, Uji eða Osaka.
via World Travel aðstoðar við skipulagningu valfrjálsra viðburða eða dagsferða sé þess óskað.
Richmond Hotel Premium Kyoto eða sambærilegt
Gisting (nótt 4 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekimae er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett skammt frá JR Kyoto lestarstöðinni. Hótelið opnaði í maí 2019.
Standard Double Room
Gisting á Ryokan
Val um að gista á Ryokan þessa nótt.
- Enginn viðbótarkostnaður
eða
- Viðbótarverð fyrir tveggja manna herb. er 49.000 kr.
Ferðir til og frá Ryokan eru á eigin vegum.
Takmarkað framboð. "Fyrstur kemur, fyrstur fær."
✔️ Morgunverður

Frá Kyoto til Fuji
DAGUR 11
Fös. 27. mars 2026
Við kveðjum Kyoto – hina fornu höfuðborg keisaranna – og tökum Shinkansen háhraðalestina í átt til Mishima, svæðis þar sem náttúran tekur völdin og Fuji-fjall blasir við sjóndeildarhringinn.
Við heimsækjum Oshino Hakkai, Fujisan World Heritage Center, Oishi Park, Itchiku Kubota listasafnið.
Oshino Hakkai eru átta smá vötn sem liggja í litla þorpinu Oshino, staðsett á svæðinu við Fuji Five Lakes (Fimm vötn Fuji).
Fujisan World Heritage Center er glæsileg upplýsingamiðstöð við Fuji-fjallið. Þar má sjá kvikmyndir og stórt líkan af fjallinu úr washi-pappír, auk sýninga um menningu og náttúru svæðisins.
Oishi Park er fallegur garður þar sem við getum notið stórbrotins útsýnis yfir Fuji-fjall. Á kirsuberjablómatímanum breytist svæðið í lifandi blómahaf.
Í Itchiku Kubota listasafninu má sjá stórkostlega kimónósýningu eftir listamanninn Itchiku Kubota, sem endurvakti hina fornu tsujigahana-litatækni frá Muromachi-tímanum. Hann helgaði líf sitt þessari list og skapaði einstaka flík sem sameina náttúrufegurð, árstíðir og andlega dýpt.
Safnið sjálft er listaverk – byggt úr ævafornum sýprusvið og umlukið kyrrlátum garði. Þetta er eitt áhrifamesta textílsafn veraldar.




Síðdegis komum við að Hotel Mystays Fuji Onsen Resort.
Við slökum á í heitu lauginni við hótelið og njótum kyrrðarinnar með útsýni fyrir Fuji-fjallið eftir erilsaman dag.

Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting (nótt 4 af 4)
Richmond Hotel Premier Kyoto Ekima eða sambærilegt

Eldfjallið Fuji
Eldfjallið Fuji
– hæsta fjall Japans 🗻
Fuji, eða Fuji-san, er hæsta fjall Japans – 3.776 metrar á hæð – og staðsett á Honshu-eyju, suðvestan við Tókýó. Fjallið er keilulaga eldfjall, talið hafa myndast fyrir um 100.000 árum, með síðasta eldgos árið 1707. Það er formlega flokkað sem virkt eldfjall, þó með litla núverandi virkni. Fuji er sérstaklega þekkt fyrir reglulega og samhverfa lögun, sem hefur gert það að helgimynd japanskrar náttúru og menningar.
Fjallið hefur sterka trúarlega og menningarlega stöðu. Í gegnum aldirnar hafa pílagrímar klifið fjallið til andlegrar hreinsunar, og það hefur verið viðfangsefni í listum, ljóðum og trúarhugmyndum. Á sumrin klifra tugþúsundir ferðamanna og Japana fjallið, oft yfir nótt til að sjá sólarupprásina úr fjallatoppnum.
Fuji og íslensk eldfjöll eiga það sameiginlegt að vera mynduð við eldvirkni á flekaskilum og heitum reitum. En þau eru ólík í mörgu. Fuji er eldkeila – hátt og stakt eldfjall – á meðan mörg íslensk eldfjöll, t.d. Hekla eða Eyjafjallajökull, hafa óreglulegri lögun og myndast við sprungugos og jarðskjálfta sem spanna stærri svæði.
Ísland er með miklu virkari eldfjallagarð en Japan – með gos á 5–10 ára fresti, á meðan Fuji hefur verið þögult í rúm 300 ár. Hins vegar býr Japan yfir fleiri eldfjöllum í heild og meiri jarðskjálftavirkni.
Fuji stendur einnig fyrir menningarlega helgun og andlega reisn, líkt og Snæfellsjökull eða Hekla í íslenskri þjóðvitund. Í báðum löndum tengja fjöll náttúru, sögu og sjálfsmynd – en með mjög ólíkri nálgun og samhengi.

Morgunverður á hótelinu
Við kveðjum Kyoto – hina fornu höfuðborg keisaranna – og tökum Shinkansen háhraðalestina í átt til Mishima, svæðis þar sem náttúran tekur völdin og Fuji-fjall blasir við sjóndeildarhringinn.
Rútan bíður eftir okkur við lestarstöðina og fylgir okkur það sem eftir er dagsins.

Við heimsækjum Oshino Hakkai, Fujisan World Heritage Center, Oishi Park, Itchiku Kubota listasafnið.
Oshino Hakkai eru átta smá vötn sem liggja í litla þorpinu Oshino, staðsett á svæðinu við Fuji Five Lakes (Fimm vötn Fuji).
Sameiginlegur hádegisverður

Fujisan World Heritage Center er glæsileg upplýsingamiðstöð við Fuji-fjallið. Þar má sjá kvikmyndir og stórt líkan af fjallinu úr washi-pappír, auk sýninga um menningu og náttúru svæðisins.

Oishi Park er fallegur garður þar sem við getum notið stórbrotins útsýnis yfir Fuji-fjall. Á kirsuberjablómatímanum breytist svæðið í lifandi blómahaf. sýninga um menningu og náttúru svæðisins.

Í Itchiku Kubota listasafninu má sjá stórkostlega kimónósýningu eftir listamanninn Itchiku Kubota, sem endurvakti hina fornu tsujigahana-litatækni frá Muromachi-tímanum. Hann helgaði líf sitt þessari list og skapaði einstaka flík sem sameina náttúrufegurð, árstíðir og andlega dýpt.
Kvöldverður á hótelinu
Hotel Mystays Fuji Onsen Resort eða sambærilegt
Hotel Mystays Fuji Onsen Resort er nútímalegt hótel staðsett í Fujiyoshida, Yamanashi, með stórkostlegu útsýni yfir Mt. Fuji. Hótelið býður upp á náttúruleg heit böð (onsen) á efstu hæð með útsýni yfir fjallið. Herbergin eru vel búin með nútímalegum þægindum, þar á meðal ókeypis Wi-Fi, loftkælingu og sjónvörpum. Hótelið er í göngufæri frá Fuji-Q Highland skemmtigarðinum og stutt frá Lake Kawaguchi.

Við slökum á í heitu lauginni við hótelið og njótum kyrrðarinnar með útsýni fyrir Fuji-fjallið eftir erilsaman dag.
Athugið að hylja þarf öll húðflúr til að fá aðgang að lauginni.
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður
✔️ Kvöldverður

Eldfjöll, gufustrókar og listasafn
DAGUR 12
lau. 28. mars 2026
Við leggjum af stað frá Hotel Mystays Fuji Onsen Resort og höldum í átt til Hakone, sem er þekkt fyrir jarðhitasvæði og náttúrulandslag. Á leiðinni keyrum við um fallegt svæði með útsýni yfir skóga, hæðir og vötn.
Í Hakone stoppum við til að skoða Owakudani, þar sem heit gufa stígur upp úr jörðinni og brennisteinslykt liggur í loftinu. Þar er líka hægt að smakka svokölluð „svört egg“ sem soðin eru í jarðhita – vinsæl upplifun meðal ferðamanna. Einnig er hægt að fara með kláfferju yfir Ashi-vatnið ef tími og veður leyfir.

Eftir ferðina yfir Owakudani heimsækjum við Hakone útilistasafnið, sem var fyrsta útilistasafn Japans þegar það opnaði árið 1969. Safnið sameinar náttúrulegt landslag við list – stór skúlptúrverk eftir bæði japanska og alþjóðlega listamenn eru staðsett í fallegum garði þar sem gróður og fjallasýn mynda umgjörð.
Í safninu er einnig sérstakur salur tileinkaður Pablo Picasso, þar sem sýnd eru keramikverk, skissur og myndir eftir listamanninn, auk tímabundinna sýninga. Þetta er óvenjuleg upplifun þar sem list og náttúra mætast á lifandi hátt, og gestir fá næði til að skoða verkin í eigin hraða.

Við förum í stutta siglingu á Ashi-vatni, sem myndaðist eftir eldgos í Hakone fyrir þúsundum ára. Siglingin býður upp á gott útsýni yfir skógi vaxin fjöll – og Fuji-fjall í fjarska á heiðskírum dögum.
Á leiðinni má sjá helgistaði eins og Hakone-bogann sem stendur við vatnið. Tími til að njóta kyrrðar í náttúrunni.

Eftir hádegi höldum við áfram ferðinni til Tókýó. Ferðin tekur tæpa tvo tíma og við komum til borgarinnar síðdegis. Þar innritum við okkur á hótelið.
Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Kvöldverður
Gisting
Gisting – nótt 1 af 4
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Asakusa International er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett í hjarta Asakusa-hverfisins í Tókýó. Hótelið er í aðeins 1 mínútu göngufjarlægð frá Tsukuba Express Asakusa Station og í göngufæri við helstu kennileiti svæðisins, þar á meðal Senso-ji hofið og Kaminarimon-hliðið.

Morgunverður á hótelinu
Við leggjum af stað frá Hotel Mystays Fuji Onsen Resort og höldum í átt til Hakone, sem er þekkt fyrir jarðhitasvæði og náttúrulandslag. Á leiðinni keyrum við um fallegt svæði með útsýni yfir skóga, hæðir og vötn.

Í Hakone stoppum við til að skoða Owakudani, þar sem heit gufa stígur upp úr jörðinni og brennisteinslykt liggur í loftinu. Þar er líka hægt að smakka svokölluð „svört egg“ sem soðin eru í jarðhita – vinsæl upplifun meðal ferðamanna. Einnig er hægt að fara með kláfferju yfir Ashi-vatnið ef tími og veður leyfir.

Eftir ferðina yfir Owakudani heimsækjum við Hakone útilistasafnið, sem var fyrsta útilistasafn Japans þegar það opnaði árið 1969. Safnið sameinar náttúrulegt landslag við list – stór skúlptúrverk eftir bæði japanska og alþjóðlega listamenn eru staðsett í fallegum garði þar sem gróður og fjallasýn mynda umgjörð.
Í safninu er einnig sérstakur salur tileinkaður Pablo Picasso, þar sem sýnd eru keramikverk, skissur og myndir eftir listamanninn, auk tímabundinna sýninga. Þetta er óvenjuleg upplifun þar sem list og náttúra mætast á lifandi hátt, og gestir fá næði til að skoða verkin í eigin hraða.
Sameiginlegur hádegisverður

Við förum í stutta siglingu á Ashi-vatni, sem myndaðist eftir eldgos í Hakone fyrir þúsundum ára. Siglingin býður upp á gott útsýni yfir skógi vaxin fjöll – og Fuji-fjall í fjarska á heiðskírum dögum.
Á leiðinni má sjá helgistaði eins og Hakone-bogann sem stendur við vatnið. Tími til að njóta kyrrðar í náttúrunni.

Eftir hádegi höldum við áfram ferðinni til Tókýó. Ferðin tekur tæpa tvo tíma og við komum til borgarinnar síðdegis. Þar innritum við okkur á hótelið.
Kvöldverður á hótelinu
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Gisting (nótt 1 af 4)
Richmond Hotel Premier Asakusa International er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett í hjarta Asakusa-hverfisins í Tókýó. Hótelið er í aðeins 1 mínútu göngufjarlægð frá Tsukuba Express Asakusa Station og í göngufæri við helstu kennileiti svæðisins, þar á meðal Senso-ji hofið og Kaminarimon-hliðið.
✔️ Morgunverður
✔️ Hádegisverður

Menning Tókýó – frá keisara til Shibuya
DAGUR 13
Sun. 29. mars 2026
Við heimsækjum Keisarahöllina og göngum um garðsvæðið þar í kring. Næst er það Meiji Jingu hofið – trúarlegur skógur í hjarta borgarinnar. Um miðjan dag skoðum við Asakusa-hverfið með Sensoji-hofinu og verslunargötunni Nakamise. Við endum daginn í Shibuya – og göngum yfir heimsfrægu gangbrautina þar sem þúsundir stíga út í einu.
Við byrjum daginn á rólegum nótum, þar sem við göngum um garðsvæðið í kringum Keisarahöllina í Tókýó.
Keisarahöllin í Tókýó er staðsett á svæði sem áður tilheyrði Edo-kastalanum frá tímum Tokugawa-shógúnanna. Höllin sjálf er lokuð almenningi, en garðarnir í kring eru opinberir og vel hirtir. Þar má ganga um steinlagðar götur, sjá gamlar varnarmúra, vatnsskurði og brýr sem voru hluti af varnarvirkjum gamla kastalans.
Þetta svæði hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnsýslu Japans frá því Meiji-keisarinn færði höfuðborgina til Tókýó árið 1868. Garðarnir eru vinsælir meðal ferðamanna og heimamanna, og veita góðan inngang að sögu borgarinnar sem pólitísks og stjórnsýslulegs miðpunktar landsins.

Skammt frá iðandi tískugötum Harajuku og skærum auglýsingaskjám finnum við Meiji Jingu hofið, sem hefur frá upphafi verið meira en bara trúarstaður. Hofið var reist árið 1920 í minningu Meiji-keisara, sem gegndi lykilhlutverki í umbreytingu Japans úr lokuðu samfélagi í nútímalega þjóð.
Hofið er umlukt skógi sem var plantað sérstaklega í kringum bygginguna. Þar eru yfir 100.000 tré frá öllum landshlutum, sem voru gefin þegar hofið var reist.
Hofið sjálft er dæmigert fyrir Shinto-byggingarstíl og samanstendur af viðarbyggingum úr japönskum sedrusviði. Á svæðinu má sjá gesti leggja fram bænaspjöld og fara með ákveðnar athafnir samkvæmt siðum Shinto-trúarinnar. Þetta er vinsæll áfangastaður í borginni og mikið sóttur bæði af ferðafólki og heimamönnum.

Í Asakusa-hverfinu heimsækjum við Sensoji-hofið, sem er elsta búddahof Tókýó og á sér rætur aftur til 7. aldar. Hofið er helgað Kannon, vinsælli guðamynd í japanskri búddatrú, og er enn mikið notað af heimamönnum. Leiðin að hofinu liggur um Nakamise-verslunargötuna, þar sem sölubásar bjóða upp á hefðbundna japanska snarlrétti, handverk, minjagripi og kimono.
Á hofsvæðinu má sjá gesti tendra reykelsi og skrifa óskir á trélappir. Byggingarnar eru endurreistar eftir seinni heimsstyrjöld, en eru í samræmi við hefðbundinn stíl. Þetta svæði er jafnt trúarlegt athvarf og ferðamannastaður og gefur innsýn í hvernig japönsk hefð og nútíma verslun fara saman á sama stað.

Við endum daginn í Shibuya, einu mannmesta og þekktasta hverfi Tókýó. Þar upplifum við Shibuya Crossing – gangbrautina þar sem hundruð manna fara yfir götuna samtímis þegar ljósin breytast. Þeir sem vilja geta farið upp á útsýnispallinn Shibuya Sky eða skoðað verslanir og líf á götum hverfisins.

Að lokinni dagskrá gefst tími til kvöldverðar. Leiðsögumaður mælir með veitingastöðum í nágrenninu – hvort sem um er að ræða hefðbundna ramen, sushi eða nútímalega staði. Þeir sem vilja geta farið saman í hópi, en einnig er valfrjálst að njóta kvöldsins á eigin forsendum áður en haldið er aftur á hótelið.

Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting – nótt 2 af 4
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Asakusa International er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett í hjarta Asakusa-hverfisins í Tókýó. Hótelið er í aðeins 1 mínútu göngufjarlægð frá Tsukuba Express Asakusa Station og í göngufæri við helstu kennileiti svæðisins, þar á meðal Senso-ji hofið og Kaminarimon-hliðið.

Morgunverður á hótelinu

Við byrjum daginn á rólegum nótum, þar sem við göngum um garðsvæðið í kringum Keisarahöllina í Tókýó.
Keisarahöllin í Tókýó er staðsett á svæði sem áður tilheyrði Edo-kastalanum frá tímum Tokugawa-shógúnanna. Höllin sjálf er lokuð almenningi, en garðarnir í kring eru opinberir og vel hirtir. Þar má ganga um steinlagðar götur, sjá gamlar varnarmúra, vatnsskurði og brýr sem voru hluti af varnarvirkjum gamla kastalans.

Skammt frá iðandi tískugötum Harajuku og skærum auglýsingaskjám finnum við Meiji Jingu hofið, sem hefur frá upphafi verið meira en bara trúarstaður. Hofið var reist árið 1920 í minningu Meiji-keisara, sem gegndi lykilhlutverki í umbreytingu Japans úr lokuðu samfélagi í nútímalega þjóð.
Hofið er umlukt skógi sem var plantað sérstaklega í kringum bygginguna. Þar eru yfir 100.000 tré frá öllum landshlutum, sem voru gefin þegar hofið var reist.
Hofið sjálft er dæmigert fyrir Shinto-byggingarstíl og samanstendur af viðarbyggingum úr japönskum sedrusviði. Á svæðinu má sjá gesti leggja fram bænaspjöld og fara með ákveðnar athafnir samkvæmt siðum Shinto-trúarinnar. Þetta er vinsæll áfangastaður í borginni og mikið sóttur bæði af ferðafólki og heimamönnum.

Í Asakusa-hverfinu heimsækjum við Sensoji-hofið, sem er elsta búddahof Tókýó og á sér rætur aftur til 7. aldar. Hofið er helgað Kannon, vinsælli guðamynd í japanskri búddatrú, og er enn mikið notað af heimamönnum. Leiðin að hofinu liggur um Nakamise-verslunargötuna, þar sem sölubásar bjóða upp á hefðbundna japanska snarlrétti, handverk, minjagripi og kimono.
Á hofsvæðinu má sjá gesti tendra reykelsi og skrifa óskir á trélappir. Byggingarnar eru endurreistar eftir seinni heimsstyrjöld, en eru í samræmi við hefðbundinn stíl. Þetta svæði er jafnt trúarlegt athvarf og ferðamannastaður og gefur innsýn í hvernig japönsk hefð og nútíma verslun fara saman á sama stað.
Sameiginlegur hádegisverður

Við endum daginn í Shibuya, einu mannmesta og þekktasta hverfi Tókýó. Þar upplifum við Shibuya Crossing – gangbrautina þar sem hundruð manna fara yfir götuna samtímis þegar ljósin breytast. Þeir sem vilja geta farið upp á útsýnispallinn Shibuya Sky eða skoðað verslanir og líf á götum hverfisins.

Að lokinni dagskrá gefst tími til kvöldverðar. Leiðsögumaður mælir með veitingastöðum í nágrenninu – hvort sem um er að ræða hefðbundna ramen, sushi eða nútímalega staði. Þeir sem vilja geta farið saman í hópi, en einnig er valfrjálst að njóta kvöldsins á eigin forsendum áður en haldið er aftur á hótelið.
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Gisting (nótt 2 af 4)
✔️ Morgunverður

DAGUR 14
Mán. 30. mars 2026
Kamakura – saga samúræja og búddatrú
Við ökum til Kamakura, fyrrum höfuðborgar samúræja. Þar sjáum við Hase-dera hofið, stóru styttuna af Búdda og verslunargötuna Komachi-dori.
Við ökum frá Tókýó til Kamakura, sem var höfuðborg Japans á Kamakura-tímabilinu (1185–1333), þegar samúræjastéttin fór með völd. Borgin er þekkt fyrir trúarlega minnisvarða og rólegra stemningu, í mikilli andstöðu við hraða stórborgarinnar. Kamakura gegndi lykilhlutverki í þróun Zen-búddisma í Japan og hefur varðveitt fjölmargar byggingar frá miðöldum.
Við heimsækjum Hase-dera hofið, sem stendur á hæð með útsýni yfir sjóinn. Þar má sjá styttu af Kannon með ellefu höfuðum, og í hofgarðinum eru göngustígar, litlar hallir og hellar með smástýttum. Hofið er einnig þekkt fyrir árstíðabundin blóm, sérstaklega hortensíur og kirsuberjablóm.


Næst höldum við að stóru Búddastyttunni í Kamakura (Daibutsu), sem er næststærsta bronstytta Búdda í Japan. Hún var steypt á 13. öld og stendur nú undir berum himni eftir að hofið sem umvafði hana eyðilagðist í flóði. Þrátt fyrir aldur og náttúruhamfarir stendur hún enn upprétt sem tákn um þolinmæði og einfaldleika hinnar Zen-innblásnu trúar.

Við göngum einnig um Komachi-dori, líflega verslunargötu með fjölbreyttum litlum sölubúðum og matarbásum. Þar má meðal annars smakka staðbundið snarl og skoða handverk sem endurspeglar menningu svæðisins.
Við höldum þaðan á ný til hótels okkar í Tokýó.

Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
Gisting
Gisting – nótt 3 af 4
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Asakusa International er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett í hjarta Asakusa-hverfisins í Tókýó. Hótelið er í aðeins 1 mínútu göngufjarlægð frá Tsukuba Express Asakusa Station og í göngufæri við helstu kennileiti svæðisins, þar á meðal Senso-ji hofið og Kaminarimon-hliðið.

Morgunverður á hótelinu

Við ökum frá Tókýó til Kamakura, sem var höfuðborg Japans á Kamakura-tímabilinu (1185–1333), þegar samúræjastéttin fór með völd. Borgin er þekkt fyrir trúarlega minnisvarða og rólegra stemningu, í mikilli andstöðu við hraða stórborgarinnar. Kamakura gegndi lykilhlutverki í þróun Zen-búddisma í Japan og hefur varðveitt fjölmargar byggingar frá miðöldum.

Við heimsækjum Hase-dera hofið, sem stendur á hæð með útsýni yfir sjóinn. Þar má sjá styttu af Kannon með ellefu höfuðum, og í hofgarðinum eru göngustígar, litlar hallir og hellar með smástýttum. Hofið er einnig þekkt fyrir árstíðabundin blóm, sérstaklega hortensíur og kirsuberjablóm.
Sameiginlegur hádegisverður

Næst höldum við að stóru Búddastyttunni í Kamakura (Daibutsu), sem er næststærsta bronstytta Búdda í Japan. Hún var steypt á 13. öld og stendur nú undir berum himni eftir að hofið sem umvafði hana eyðilagðist í flóði. Þrátt fyrir aldur og náttúruhamfarir stendur hún enn upprétt sem tákn um þolinmæði og einfaldleika hinnar Zen-innblásnu trúar.

Við göngum einnig um Komachi-dori, líflega verslunargötu með fjölbreyttum litlum sölubúðum og matarbásum. Þar má meðal annars smakka staðbundið snarl og skoða handverk sem endurspeglar menningu svæðisins.
Við höldum þaðan á ný til hótels okkar í Tokýó.

Að lokinni dagskrá gefst tími til kvöldverðar. Leiðsögumaður mælir með veitingastöðum í nágrenninu – hvort sem um er að ræða hefðbundna ramen, sushi eða nútímalega staði. Þeir sem vilja geta farið saman í hópi, en einnig er valfrjálst að njóta kvöldsins á eigin forsendum áður en haldið er aftur á hótelið.
✔️ Morgunverður

Nikko – helgidómar, fossar og fjallavatn
DAGUR 15
Þri. 31. mars 2026
Við leggjum af stað snemma morguns frá Tókýó og höldum norður í átt að Nikko, sem er bæði sögulegur og náttúrulegur gimsteinn Japans. Svæðið er þekkt fyrir dýrðleg hof, gróskumikla skóga og einstaka fjallasýn – aðeins um tveggja og hálfs tíma ferð frá borginni.
Fyrsti viðkomustaður dagsins er Toshogu, stórfenglegt hof sem er tileinkað Tokugawa Ieyasu – einum áhrifamesta leiðtoga Japans. Hofið sameinar búddisma og shintotrú, og er ríkulega skreytt með litríku útskornu tréverki og gullskreytingum. Hér sjáum við m.a. hina frægu þrá apa og lærum um sögu shógúnaveldisins.
Eftir hádegi ökum við upp Irohazaka fjallveginn, þar sem landslagið breytist og við komum upp á hæðir Nikko-fjallgarðsins.
Við tökum létta gönguferð meðfram Chuzenji-vatni. Við njótum útsýnisins, borðum hádegisverð og gefum okkur tíma til að slaka á við vatnsbakkann.
Að lokum heimsækjum við Kegon-fossinn, sem fellur tæpa 100 metra niður í þröngan dal. Fossinn er eitt áhrifamesta náttúruundur Japans. Fossinn er sérstaklega tignarlegur á vorin og haustin.
Síðdegis ökum við aftur til Tókýó og komum til borgarinnar um kvöldmatarleytið. Ferðin gefur einstaka innsýn í söguleg og náttúruleg undur Japans – dagur þar sem líf og kyrrð, saga og náttúra mætast.




Morgunverður á hótelinu

Við leggjum af stað snemma morguns frá Tókýó og höldum norður í átt að Nikko, sem er bæði sögulegur og náttúrulegur gimsteinn Japans. Svæðið er þekkt fyrir dýrðleg hof, gróskumikla skóga og einstaka fjallasýn – aðeins um tveggja og hálfs tíma ferð frá borginni.
Fyrsti viðkomustaður dagsins er Toshogu, stórfenglegt hof sem er tileinkað Tokugawa Ieyasu – einum áhrifamesta leiðtoga Japans. Hofið sameinar búddisma og shintotrú, og er ríkulega skreytt með litríku útskornu tréverki og gullskreytingum. Hér sjáum við m.a. hina frægu þrá apa og lærum um sögu shógúnaveldisins.

Eftir hádegi ökum við upp Irohazaka fjallveginn, þar sem landslagið breytist og við komum upp á hæðir Nikko-fjallgarðsins.
Sameiginlegur hádegisverður

Við tökum létta gönguferð meðfram Chuzenji-vatni. Við njótum útsýnisins, borðum hádegisverð og gefum okkur tíma til að slaka á við vatnsbakkann.

Að lokum heimsækjum við Kegon-fossinn, sem fellur tæpa 100 metra niður í þröngan dal. Fossinn er eitt áhrifamesta náttúruundur Japans. Fossinn er sérstaklega tignarlegur á vorin og haustin.

Að lokinni dagskrá gefst tími til kvöldverðar. Leiðsögumaður mælir með veitingastöðum í nágrenninu – hvort sem um er að ræða hefðbundna ramen, sushi eða nútímalega staði. Þeir sem vilja geta farið saman í hópi, en einnig er valfrjálst að njóta kvöldsins á eigin forsendum áður en haldið er aftur á hótelið.
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Gisting (nótt 4 af 4)
✔️ Morgunverður
Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Kvöldverður
Gisting
Gisting – nótt 4 af 4
Richmond Hotel Premier Asakusa International eða sambærilegt
Richmond Hotel Premier Asakusa International er nútímalegt og þægilegt hótel staðsett í hjarta Asakusa-hverfisins í Tókýó. Hótelið er í aðeins 1 mínútu göngufjarlægð frá Tsukuba Express Asakusa Station og í göngufæri við helstu kennileiti svæðisins, þar á meðal Senso-ji hofið og Kaminarimon-hliðið.


Þín eigin Tókýó – frelsi til að velja
DAGAR 16-17
MIÐ. 1-2. APRÍL 2026
Síðasta daginn stengur til boða að njóta Tókýó á eigin vegum. Það eru ótal möguleikar á að skrá sig í valfrjálsa viðburði eða stuttar dagsferðir. Borgin býður upp á fjölbreytta menningu, mat, listir og afþreyingu – frá rólegum göngum í görðum til einstaka reynslu með heimamönnum.
Hér eru örfáar tillögur að upplifunum:
Súmóglímuæfing með súmóglímuköppum
Fáðu einstaka innsýn í heim súmósins með heimsókn á æfingu og samtal við fyrrverandi glímukappa.
GetYourGuideSushi- og japönsk matreiðslunámskeið
Lærðu að útbúa sushi, miso-súpu og fleiri hefðbundna rétti með leiðsögn japanskra matreiðslumanna.
GetYourGuideKimono-prófun og myndataka
Fáðu að máta hefðbundinn kimono og ganga um söguleg hverfi Tókýó með ljósmyndara.
GetYourGuide
Þú getur einnig valið að slaka á og njóta borgarinnar á eigin hraða – hvort sem það er að versla í Shibuya, heimsækja söfn eða setjast í garð með kaffibolla. Tókýó býður upp á endalausa möguleika fyrir mismunandi áhugamál og orku.
Sameiginlegur kvöldverður á huggulegum veitingastað áður en haldið er út á flugvöll. Næturflug heim um Helsinki.


Morgunverður á hótelinu
Síðasta daginn stengur til boða að njóta Tókýó á eigin vegum. Það eru ótal möguleikar á að skrá sig í valfrjálsa viðburði eða stuttar dagsferðir. Borgin býður upp á fjölbreytta menningu, mat, listir og afþreyingu – frá rólegum göngum í görðum til einstaka reynslu með heimamönnum.
Þú getur einnig valið að slaka á og njóta borgarinnar á eigin hraða – hvort sem það er að versla í Shibuya, heimsækja söfn eða setjast í garð með kaffibolla. Tókýó býður upp á endalausa möguleika fyrir mismunandi áhugamál og orku.
Hér á eftir fylgja nokkrar tillögur að upplifunum.
Síðasta daginn stengur til boða að njóta Tókýó á eigin vegum. Það eru ótal möguleikar á að skrá sig í valfrjálsa viðburði eða stuttar dagsferðir. Borgin býður upp á fjölbreytta menningu, mat, listir og afþreyingu – frá rólegum göngum í görðum til einstaka reynslu með heimamönnum.
Þú getur einnig valið að slaka á og njóta borgarinnar á eigin hraða – hvort sem það er að versla í Shibuya, heimsækja söfn eða setjast í garð með kaffibolla. Tókýó býður upp á endalausa möguleika fyrir mismunandi áhugamál og orku.
Hér á eftir fylgja nokkrar tillögur að upplifunum.

Súmóglímuæfing með súmóglímuköppum
Fáðu einstaka innsýn í heim súmósins með heimsókn á æfingu og samtal við fyrrverandi glímukappa.
GetYourGuide

Sushi- og japönsk matreiðslunámskeið
Lærðu að útbúa sushi, miso-súpu og fleiri hefðbundna rétti með leiðsögn japanskra matreiðslumanna.
GetYourGuide

Kimono-prófun og myndataka
Fáðu að máta hefðbundinn kimono og ganga um söguleg hverfi Tókýó með ljósmyndara.
GetYourGuide

Að lokum heimsækjum við Kegon-fossinn, sem fellur tæpa 100 metra niður í þröngan dal. Fossinn er eitt áhrifamesta náttúruundur Japans. Fossinn er sérstaklega tignarlegur á vorin og haustin.
Sameiginlegur kvöldverður á huggulegum veitingastað áður en haldið er út á flugvöll. Næturflug heim um Helsinki.

Brottför frá Tókýó með Finnair.
Við fljúgum með næturflugi til Helsinki og þaðan áfram til Íslands.
Flug: Finnair AY074 og AY991
Brottför frá Tókýó: kl. 21:50
Millilending í Helsinki: kl. 04:40–07:10
Lending á Keflavíkurflugvelli: kl. 07:50 þann 2. apríl.
Tímamismunur: -9 klst. (Japan er 9 klst. á undan Íslandi)
✔️ Morgunverður
✔️ Kvöldverður
Máltíðir innifaldar
✔️ Morgunverður
✔️ Sameiginlegur kvöldverður
Brottför frá Tókýó með Finnair.
Við fljúgum með næturflugi til Helsinki og þaðan áfram til Íslands.
Flug: Finnair AY074 og AY991
Brottför frá Tókýó: kl. 21:50
Millilending í Helsinki: kl. 04:40–07:10
Lending á Keflavíkurflugvelli: kl. 07:50 þann 2. apríl.
Tímamismunur: -9 klst. (Japan er 9 klst. á undan Íslandi)

Verð- og greiðsluskilmálar
Opna verð- og greiðsluskilmála
Verð og greiðsluskilmálar
Verð á mann er 1.177.000 kr., miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Einstaklingsherbergi er í boði gegn aukagjaldi að upphæð 268.400 kr.
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 117.700 kr. (10% af grunnverði). Skráningargjaldið skal greiðast innan þriggja vikna frá skráningu.
Lokagreiðsla, að upphæð 1.059.300 kr., greiðist í síðasta lagi 3 mánuðum fyrir brottför, þann 17. desember 2025.
Lágmarksfjöldi: 18 manns.
Hámarksfjöldi: 22 manns.
Innifalið í verði
✅ Flug til Suður-Kóreu og heim frá Japan
✅ Flug frá Seúl til Osaka eða Fukuoka.
✅ Allar 14 hótelgistinætur á vel völdum 3–4 stjörnu hótelum
✅ Allar samgöngur innan ferðar (lestir, rútuferðir og ferjur)
✅ Hraðlestir (shinkansen) og hópferðarúta skv. dagskrá
✅ Ferðir með fararstjóra frá Íslandi og enskumælandi leiðsögumönnum í Suður-Kóreu og í Japan.
✅ Aðgangur að söfnum, hofum, listigörðum og öðrum stöðum skv. dagskrá
✅ Dagsferðir skv. skipulagi
✅ Skattar og þjónustugjöld
Athugið að staðarleiðsögn fer fram á ensku. Íslenskur fararstjóri er til staðar fyrir aðstoð og útskýringar eftir þörfum, en ekki er um beina eða samfellda túlkun að ræða.
Ekki innifalið í verði
– Ganga um Arashiyama bambusskóginn
☑️ Forfallatryggingar (mælt með)
☑️ Máltíðir sem ekki eru taldar upp í innifalið
☑️ Drykkjarföng og persónuleg útgjöld
☑️ Farangurskostnaður yfir leyfileg mörk
☑️ Þjórfé fyrir fararstjóra, leiðsögumenn og rútubílstjóra
☑️ Farangursþjónusta á hótelum
via World ApS
📞 Hafðu samband
Sími: 830 0800
Tölvupóstur: bjarni.meyer@viaworld.travel
Við veitum fúslega nánari upplýsingar um ferðatilhögun og aðra valkosti.
Óbindandi skráning – tryggðu þér sæti
Skráningin er fyrst bindandi eftir greiðslu staðfestingargjalds.
Óbindandi skráning
– tryggðu þér sæti
Til að fá gott yfirlit yfir hópinn og tryggja að allt verði skipulagt sem best, biðjum við ykkur um að fylla út meðfylgjandi skráningarform. Þetta hjálpar okkur að laga ferðina sem best að ykkar þörfum og óskum og skapa sem besta upplifun. Með skráningu tryggir þið ykkur einnig sæti í ferðinni. Þið fáið staðfestingu á skáningu með tölvupósti (athugið spam!).
Við bendum ykkur á að skoða þá valkosti sem í boði og merkja þar sem á við.
Skráningin er fyrst bindandi eftir greiðslu staðfestingargjalds.


Ferðaskilmálar
Opna ferðaskilmála
Ferðaskilmálar
1. Almennt
Þessir ferðaskilmálar gilda fyrir allar ferðir sem bókaðar eru í gegnum via World ApS / via Iceland ApS. Með því að skrá sig í ferð eða staðfesta bókun samþykkir þátttakandi þessa skilmála.
2. Bókun og greiðsluskilmálar
- Staðfestingargjald þarf að greiðast við bókun og er það almennt óafturkræft, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
- Fullnaðargreiðsla vegna ferðar skal innt af hendi eigi síðar en 90 dögum fyrir brottför, nema annað sé tekið fram í samningi.
- Þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar, t.d. sérpöntun á bílaleigubíl, gistingu o.fl.
- Ef greiðsla berst ekki innan tilskilins tíma áskilur via World ApS sér rétt til að ógilda bókunina án endurgreiðslu.
3. Innifalið í verði
- Verð ferða er miðað við þær upplýsingar sem gilda á bókunardegi.
- Ef breytingar verða á gjaldmiðlum, sköttum, eldsneytisgjöldum eða öðrum kostnaðarliðum, áskilur via World ApS sér rétt til að breyta verði í samræmi við það.
- Innifalið í verði er einungis það sem sérstaklega er tekið fram í ferðalýsingu, t.d. flug, gisting, ferðir, aðgangseyrir og leiðsögn þar sem við á.
4. Afturköllun og endurgreiðslufyrirkomulag
Allar afbókanir þurfa að berast skriflega til via World ApS.
4.1 Staðfestingargjald
- Staðfestingargjald er 10% af heildarverði ferðar og er óafturkræft nema ferð sé felld niður af via World ApS.
4.2 Endurgreiðsla eftir því hvenær afbókun berst
- Meira en 90 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla að frádregnu staðfestingargjaldi.
- 60-89 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 50% af ferðaverði.
- 45-59 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 25% af ferðaverði.
- Minna en 45 dögum fyrir brottför – Engin endurgreiðsla.
- Ef ferðamaður mætir ekki til ferðar eða missir af flugi/ferð, er engin endurgreiðsla veitt.
Ef greitt hefur verið með kreditkorti fer endurgreiðslan inn á sama kort og notað var til greiðslu.
4.3 Aflýsing af hálfu via World ApS
via World getur hætt við ferð allt að 28 dögum fyrir brottför ef ekki næst lágmarksfjöldi þátttakenda, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Lágmarksfjöldi þátttakenda og tímasetning fyrir aflýsingu ferðar hafa verið tilgreind í bæði ferðalýsingu og staðfestingu ferðar.
b) Við staðfestingu ferðar skulu þessi ákvæði koma fram á skýran og læsilegan hátt.
Afturköllun af hálfu via World ApS verður að vera tilkynnt í síðasta lagi á þeim degi sem tilgreindur er í ferðalýsingu.
Ef ferð er aflýst af hálfu via World ApS / via Iceland ApS, er boðin full endurgreiðsla.
- via World ApS ber ekki ábyrgð á aukaútgjöldum sem kunna að hafa fallið til hjá viðskiptavini, svo sem vegna flugmiða eða annarra bókana sem ekki eru hluti af pakkaferðinni.
5. Breytingar á ferðum
- via World ApS áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ferða ef nauðsyn krefur, t.d. vegna veðurs, aðstæðna á áfangastað eða annarra ófyrirséðra aðstæðna.
- Ef breytingar eiga sér stað mun fyrirtækið leitast við að veita sambærilega þjónustu.
6. Ábyrgð ferðamannsins
- Ferðamaður ber ábyrgð á að hafa gild vegabréf og vegabréfsáritun, ef þörf krefur.
- Ferðamaður ber ábyrgð á að vera tryggður með ferðatryggingu og sjúkratryggingu.
- Ferðamaður ber ábyrgð á að fylgja settum reglum og leiðbeiningum fararstjóra eða samstarfsaðila via World ApS á hverjum áfangastað.
7. Ábyrgð via World ApS
- via World ApS tryggir að allar ferðir séu skipulagðar með faglegum hætti.
- Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á töfum, náttúruhamförum, veðri, verkföllum eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum sem það ræður ekki við.
- Ef hnökrar verða í þjónustu samstarfsaðila mun via World ApS leitast við að finna lausn, en ber ekki fjárhagslega ábyrgð á slíku.
8. Kvartanir og ágreiningur
- Ef ferðamaður hefur ábendingar eða kvartanir skulu þær berast eins fjótt og auðið er meðan á ferð stendur svo hægt verði að leysa málið á staðnum.
- Ef ekki tekst að leysa úr kvörtun eða ágreiningi á staðnum má senda skriflega kvörtun innan 14 daga frá lokum ferðar.
- Ágreiningsmál sem ekki er hægt að leysa með samkomulagi verða leyst samkvæmt lögum.
9. Skylda til að veita aðstoð
via World er skuldbundið til að veita viðskiptavinum aðstoð ef neyðartilvik koma upp.
10. Kröfur og fyrningarfrestur
Kröfur vegna galla á ferðaþjónustu fyrnast eftir tvö ár.
11. Vegabréfs- og vegabréfsáritunarkröfur
via World veitir viðskiptavinum upplýsingar um reglur varðandi vegabréf, vegabréfsáritanir og heilsufarskröfur. Viðskiptavinurinn ber hins vegar sjálfur ábyrgð á að uppfylla þessar kröfur.
12. Lögsaga og varnarþing
Lögsaga og varnarþing er í samræmi við lögsögu via World í Danmörku.
13. Persónuvernd
Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög og reglur.
14. Ferðaskipuleggjandi
via World Aps
Robert Jacobsens Vej 35, 5mf.
2300 Kaupmannahöfn
Danmörk
Símar: 830 0300 og +45 44 111 777
Netföng: team@viaiceland.com og bjarni.meyer@viaworld.travel
Vefsíða: www.viaiceland.com/viaworld
Framkvæmdastjóri: Bjarni Meyer Einarsson
Það er eindregið mælt með að ferðamenn kaupi ferðatryggingu sem nær yfir hugsanlega afbókun eða röskun á ferðalagi.
Vinsamlegast hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga.
Vegabréfsáritun
Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun (visa) til Japans ef dvölin er innan við 90 daga.
Bólusetningar
Það er ekki gerð krafa um bólusetningar þegar ferðast er til Japan.
Við leggjum í hann eftir
- 00daga
- 00klukkutíma
- 00mínútur
Við leggjum í hann eftir
- 00daga
Istanbúl og Egyptaland - 14 dagar
Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.
Ferðatímabíl : 5. - 18. september 2025
Sakura 🌸 Seúl とJapan
Ferð frá Seúl til Tókýó þar sem við kynnumst borgum, bæjum og daglegu lífi í Suður-Kóreu og Japan. Við heimsækjum stórborgir og róleg svæði, sjáum Fuji-fjallið, göngum um garða og markaði og kynnum okkur japanska matargerð. Í Seúl skoðum við sögustaði og nútímaleg hverfi. Ferð sem sameinar borgarlíf, hefðir og nýjar upplifanir.
Ferðatímabíl : 17. mars - 2. apríl 2026
Kanada - 14 daga ferð
Ferðin hefst í Toronto með heimsókn að stórkostlegum Niagarafossum. Þaðan liggur leiðin til Jasper í Klettafjöllunum, þar sem þið njótið óviðjafnanlegrar náttúru. Ferðinni lýkur í gróðursælli strandborginni Vancouver, þar sem menning og afslöppun mætast við sjóinn.
Ferðatímabíl : 5. - 19. sept. 2026
Aserbaídsjan, Georgía og Armenía
Upplifðu ævintýri frá Istanbúl til Aserbaídsjan og áfram um Suður-Kákasussvæðið. Við byrjum með þriggja daga dvöl í heillandi Istanbúl – þar sem austrænir litir og saga mætast. Í Baku tökum við inn nútímalegan glæsileika og austurlenskan anda. Í Georgíu kynnumst við langri hefð í víngerð og menningu í fallegum landslagshlíðum. Í Armeníu bíða forn helgidómar, fjallasýn og djúp menningararfleifð.
Ferðatímabíl : 24. sept. - 8. okt. 2026
Korkoro ⛩️ Seúl とJapan
Ferð frá Seúl til Tókýó þar sem við kynnumst borgum, bæjum og daglegu lífi í Suður-Kóreu og Japan. Við heimsækjum stórborgir og róleg svæði, sjáum Fuji-fjallið, göngum um garða og markaði og kynnum okkur japanska matargerð. Í Seúl skoðum við sögustaði og nútímaleg hverfi. Ferð sem sameinar borgarlíf, hefðir og nýjar upplifanir.
Ferðatímabíl : 15. - 30. október 2026
Istanbúl og Egyptaland - 14 dagar
Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.
Ferðatímabíl : 5. - 18. nóvember 2026
Customer Reviews
Trustpilot is one of the world’s most trusted review platforms, helping customers make better decisions based on real feedback.
We’re proud to be reviewed by our customers — your opinion matters and helps us grow. Every review, good or bad, is a chance for us to learn, improve, and celebrate what we do best.
💬 Read what others say about us
✍️ Share your own experience on Trustpilot – we’d love to hear from you!
Your team @ via World Travel

via World Travel
3.82 Reviews
Add Your Review


Travel to Island med via World
Recently I was 3,5 day in Island with via World travel agency joining a small group of 7 persons. Everything was so well organized by the owner Bjarni Meyer Einarsson. Thingvellir National Park with the first parliament dating back to the vikings Geysir, Gullfoss waterfall, lagoons, vulcano and earthquake impact, whale observing... the list is even longer! Combined with a profound knowledge of the nature as well as a lot of historical data I can highly recommend via World travel for a very proff organizing and spiced with the personal touch and involvement of the owner. The other members ...